Um okkur

Á  Brúnastöðum búum við hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson ásamt börnunum okkar fjórum, Ríkeyju Þöll, Kristni Knerri, Ólafi Ísari og Leifi Hlé.  Auk þess dvelja hjá okkur að jafnaði þrjú fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Einnig dvelur hjá okkur í eitt ár í senn grænlenskur verknemi frá landbúnaðarskólanum  í Grænlandi.

Auk ferðaþjónustu stundum við sauðfjárrækt og búum með um 850 fjár, það er því fjör á haustin þegar við fáum um 2000 hausa af fjalli :)

Við eigum flestar tegundir af íslensku húsdýrunum þ.e. geitur, kýr og kálfa, grísir, kanínur og auðvitað hesta, hunda, kisur og nokkur mismunandi afbrygði af hænum.  Höfum við öll þess dýr aðallega okkur og gestum okkar til skemmtunar þó sum þeirra taki virkan þátt í bústörfunum hluta árs.

Við stundum líka skógrækt, höfum plantað um 70.000 plöntum í 32 hektara lands.Fjölskildan