Vetraparadísin

Fljótin eru þekkt fyrir að vera mikil vetrarparadís og eitt snjóþyngsta svæði landsins. Þar var  fyrsta skíðamót landsins haldið og var vagga skíðagöngunnar hér á landi.  Umhverfið er kjörið til snjósleðaferða, snjóbretta-,  göngu- og fjallaskíðaiðkunnar. Einnig er stutt á skíðasvæðin á Siglufirði og Dalvík og húsin eru miðsvæðis á milli skíðasvæðanna í Tindastóli og á Akureyri. Allt er þetta innan 100 km radíusar.