Gönguferðir

Fjallgarðurinn á utanverðum Tröllaskaga býður upp á fjölda ólíkra gönguleiða  Til eru 2 mjög góð göngukort af svæðinu þar sem í boði er fjöldi gönguleiða sem flestar eru gamlar þjóðleiðir milli sveitana hér á Tröllaskaga. Þær eru flestar stuttar en geta verið krefjandi.Vinsælt er að ganga svokallaða Botnaleið, gömlu þjóðleiðina frá Fljótum til Siglufjarðar.  Hún er stikuð.  Einnig er vinsælt að ganga gamla veginn um Siglufjarðarskarð en sú leið er ekki lengur opinn fyrir bílaumferð.  Leiðin um Ólafsfjarðarskarð til Ólafsfjarðar og til Héðinsfjarðar eru einnig dagleiðir úr Fljótum.